Listen

Description

Skektuvogur, Trillu­vog­ur, Ark­arvog­ur, Báta­vog­ur, Kugga­vog­ur og Dróm­und­ar­vog­ur, og svo torg­in: Skutul­s­torg, Vörpu­torg, Sökku­torg og Öng­ul­s­torg, „Þau eru öll tengd skip­um. Margir spyrja sig vafalaust hvar eru þessar götur og torg, jú í nýju hverfi í vogunum, sem hefur fengið nafnið Vogabyggð. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna borgin skipulagði þetta svæði sem atvinnusvæði á sínum tíma, því þetta er land sem tilvalið fyrir íbúabyggð. Með þéttingu byggðar var því ákveðið á sínum tíma að endurskipuleggja hverfið og byggja íbúðir og jafnframt halda í einhver af þeim fyrirtækjum sem þarna eru, sem ganga vel upp með íbúðabyggð. Hverfið í heild af­markast af Klepps­mýr­ar­vegi, Sæ­braut og Súðar­vogi. Í þættinum er rætt við Elías Guðmundsson verktaka og eiganda Sérverks og Ólöfu Örvarsdóttur sviðstjóra Umhverfis- og Skipulagssviðs borgarinnar, farið er í nýja Vogabyggð í fylgd Sigríðar Magnúsdóttur arkitekts, sem er deiliskipulagshöfundur hverfisins og byrjað við nýreista byggingu, sem arkitektar Teiknistofunnar Traðar hönnuðu en Sigríður er einmitt einn af arkitektunum.