Listen

Description

Hér á Flakkinu hefur endrum og sinnum verið fjallað um einstaklinga sem starfað hafa við arkitektúr og skipulag, í dag ræðum við við Trausta Valsson skipulagsfræðing, en Trausti varð 75 ára fyrir skömmu og hefur nú sett allar bækur og greinar endurgjaldslaust á netið, undir flipanum traustivalsson.is og eru 14 bækur hans, og ótal blaða- og fræðigreinar að finna þar, en Trausti var prófessor við Háskóla Íslands í rúm 30 ár.

Trausti Valsson hefur ekki legið á skoðunum sínum og tekið þátt í umræðum, fundum og hugmyndavinnu alla starfsæfina. Rætt er við hann um námið, ferilinn, ýmsar hugmyndir m.a. um nýjan innanlandsflugvöll og fl.