Nú er verið að byggja á Hlíðarenda við Valsvöllinn, á landi sem Íþróttafélagið Valur átti, einnig er búið að deiliskipuleggja í Skerjafirði, svo segja má að þegar sé verið að þrengja að flugvallarsvæðinu, þó menn séu alls ekki á eitt sáttir um flugvöllinn. Hlíðarendi er heimsóttur í þættinum í fylgd Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts hjá Alark en stofan deiliskipulagði reitin og hefur þróað og unnið skipulagið allt frá 2001, einnig hannar stofan 2 hús á reitnum.
Í Efstaleiti sitja þau Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar og Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur og ræða umrætt skipulag, um þéttingu byggðar og samgöngumál.