Listen

Description

Bæði nýbyggingar og endurbyggingar standa nú á svokölluðum Naustreit vestur í bæ. Þarna er mikil saga útgerðar og alls konar iðnaðar fyrra tíma í Reykjavík. Nú er ristið þarna Hótel Exeter og þangað ætlum við í dag. Sigurður Halldórsson arkitekt hjá Glámu Kím segir okkur frá uppbyggingu á reitnum, endurbyggingu Exeter hússins sem var rifið árið 2016, og uppgjöri á Fiskhöllinni á horni Norðurstígs og Tryggvagötu. Inngarðar eru á lóðinni milli Vesturgötu og Tryggvagöru sem eru öllum opnir, og torg framan við veitingastaðina á jarðhæð hótelsins við Tryggvagötu. Hvort tekist hafi vel til ræða Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður hjá Skipulagssviði borgarinnar og Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur.