Listen

Description

Fjallað um skyndifriðun Minjarstofnunar á hótelbyggingu við Landsímareit. Lindarvatn er framkvæmdaaðili en friðunin stendur í 6 vikur eða þar til menntamálaráðherra samþykkir eða hafnar þessari ákvörðun.
Víkurgarður heimsóttur með Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi - viðtal úr Flakki frá 6.1.2018 og í fylgd Hjörleifs Stefánssonar arkitekts í nóvember 2018.
Í stúdíói er Magnús Skúlason arkitekt sem unnið hefur við húsafriðun á langri starfsævi og Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns, sem stendur fyrir byggingu hótelsins. Þeir ræða skyndifriðanir sem eru nánast aldrei framkvæmdar, skipulag og deilumál varðandi hótelið.