Grímstaðaholtið var fyrst byggt á miðri 19 öld, um aldamótin 1900 voru tómthúsbýlin 20, og um 90. íbúar. Tómasarhagi er ein af götum holtsins. Pétur Ármannsson arkitekt segir frá byggingum, sögu og arkitektúr við Tómasarhaga, sem áður hét Garðavegur. Farið í heimsókn til Hilmars Þórs Björnssonar arktekts og konu hans Svanhildar Sigurðardóttur en þau byggðu hús við Tómasarhaga 7 árið 1980. Friðað hús Gísla Halldórssonar stendur við Tómasarhaga 31, þar býr Margrét Leifsdóttir arkitekt en hún er barnabarn Gísla.