Listen

Description

Gengið með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á Hverfisgötu, upp Vatnsstíg og niður Laugaveg að Lækjargötu. Rætt er um framkvæmdir, hans sýn á borgina og hvernig yfirvöld bregðast við þróun og brotum á reglum og fl. Farið er í heimsókn að Hverfisgötu 69 þar sem HIV Ísland er til húsa og rætt við Einar Þór Jónsson formann samtakanna. Einnig er farið í heimsókn til Marðar Árnasonar íslenskufræðings og Lindu Vilhjálmsdóttur skálds að Laugavegi 49. Þar hafa þau búið frá 1989 en eru ekki alveg sátt við þróun í miðborginni, hvorki blokkarbyggingar við Skúlagötu né túrisma.