Við förum yfir flokkana á TikTok og greinum hvað þeir eru að bjóða upp á rétt fyrir kosningar. Það hefur mikið breyst síðan að kosningabaráttan hófst, en hversu vel virkar það? Reynir Ólafsson, nemi við FB, rýnir í stöðuna.
Alkibíades var einhver alræmdasti stjórnmálamaður Grikklands til forna, einstaklega fagur, hrífandi og vel að máli farinn. Hann leiddi Aþenu út í tilgangslaust stríð og endaði á því að gera út af við lýðræðið í borgríkinu. Nú á dögunum kom út íslensk þýðing á samræðunni Alkibíades eftir Platón, en þar segir frá fundi heimspekingsins Sókratesar og stjórnmálamannsins unga. Við ræðum við Hjalta Snæ Ægisson, bókmenntafræðing, þýðanda og bókaútgefanda.