Listen

Description

Intelligent Instruments Lab er rannsóknarhópur við Listaháskóla Íslands sem fæst við að rannsaka samband gervigreindar og tónlistar. Jack Armitage, tónlistarmaður og nýdoktor við rannsóknarstofuna, segir okkur frá snjöllum hljóðfærum á borð við prótó-langspilið og dórófóninn, sem nota algóritma til að bregðast við spilamennsku hvers og eins hljóðfæraleikara.

Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, fjallar um rómantísku gamanmyndina Anyone But You sem var frumsýnd hér á landi í síðustu viku.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir og Emilía Antonsdóttir Crivello tilheyra klúbbi kvenna sem hefur hist vikulega undanfarin fjögur ár til að horfa á sjónvarpsþættina The Bachelor.

Lagalisti:

Kira Kira, Eyjólfur Eyjólfsson - Gjafir Kairos
Eydís Kvaran - Lampinn
Egill Sæbjörnsson - Free Again