Raphael úr hljómsveitinni La Dimension mætir og segir okkur frá suðuramerískri cumbia-tónlist og hátíðarhöldum á degi hinna dauðu.
Við hringjum á Akranes í útvarpsmanninn Óla Palla og heyrum um afmælisbarn mánaðarins, Rokkland, sem fagnar 30 árum.
Davíð Roach Gunnarsson segir frá bjargvættum indírokksins, Geese, og nýjustu plötu þeirra Getting killed.