Listen

Description

Kristinn R. Þórisson er viðmælandi Lestarinnar í dag. Hann er prófessor við Háskólann í Reykjavík og hefur fengist við rannsóknir á gervigreind í áratugi. Við ræðum við hann um DeepSeek, nýtt kínverskt gervigreindartól, spjallmenni sem gerir það sama og ChatGPT, sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga. Þegar við gerðum heilan Lestarþátt með gervigreind fyrir tveimur árum tókum við viðtal við Kristinn. En hvað hefur gerst á þessum tveimur áðum síðan þá? Er allt breytt? Eða nokkurn veginn eins?

Við ræðum líka átökin í Silicon Valley, Trump og kapphlaup stórveldanna, Bandaríkjanna og Kína.