Það styttist í Skjaldborgarhátíðina sem er haldin ár hvert á Patreksfirði. Góðvinur hátíðarinnar og Lestarinnar, Ásgeir H. Ingólfsson, sem féll frá í janúar, verður heiðraður á hátíðinni. Heimildamyndin Menningarsmygl sem fjallar um Ásgeir verður líka sýnd, en hún er í vinnslu. Ragnar Ísleifur Bragason og Kristín Andrea Þórðardóttir hita upp fyrir Skjaldborg.
Við rifjum upp Vematsu, mann sem býr í Japan en á þó nokkuð marga vini á Íslandi sem hann kynntist á Twitter fyrir að verða áratug síðan.