Listen

Description

Í úthverfi í Kópavogi er lítil tannlæknastofa, sem Bjarni Daníel hefur heimsótt reglulega frá þriggja ára aldri. Við heimsækjum tannlæknastofunna í Lestinni í dag.

Þessa daganna stendur sviðslistahátíðin Reykjavík Cringe Festival yfir. Hún fer fram í Listaháskóla Íslands og á henni eru útskriftarverk Sviðshöfunda sýnd. Við ræðum við þrjá nemendur sem eiga öll eftir að frumsýna, leikhúsfólk framtíðarinnar, og ræðum leikhús, er það í krísu?

Sævar Andri Sigurðarson, tónlistarmaður og einn af pistlahöfundum Lestarinnar, segir frá áhrifamiklum tónleikum bresku nýbylgjusveitarinnar The Stranglers hér á landi seint á áttunda áratugnum.

Lagalisti:

DRINKS - Blue From The Dark
A.C. Marias - Just Talk