Listen

Description

Hvaða áhrif hefur það á umhverfisbaráttuna að Greta Thunberg beini sjónum sínum frekar í aðrar áttir, og hvaða áhrif hefur endurkjör Donalds Trump á stöðuna í málaflokknum. Við pælum í umhverfispólitík með Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar.

Atli Bollason flytur okkur pistil þar sem hann veltir fyrir sér hugtakinu Sell-out sem þótti mikið skammaryrði í listakreðsum á árum áður. Atli vill að fleiri listamenn hundsi kröfuna um að slá í gegn.

Er hægt að halda í látna ástvini með því að gera gervigreindarklón af þeim? Í einleiknum Dead Air, sem Álfrún Gísladóttir sýndi á Edinburgh Fringe hátíðinni og verður sett upp í Tjarnarbíó um helgina, tekst hún á við sorgina að missa pabba sinn. Við ræðum dauðann og gervigreindarspjallmenni við Álfrúnu