Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn og leikstjórinn Hilmir Snær Guðnason. Hann hefur auðvitað leikið fjölda hlutverka á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum og hann byrjaði að leikstýra í leikhúsum ungur að aldri. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í miðbænum og vesturbænum. Við röktum ættir hans í báða ættliði til Vestfjarða og fórum svo með honum á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og að lokum sagði hann okkur frá leikritinu Óskaland sem hann var að leikstýra á stóra sviði Borgarleikhússins.
Það var færeyskt matarspjall í þættinum í dag, Sigurlaug Margrét kom með færeyska matreiðslubók, en hún smakkaði í fyrsta skipti færeyskar grindarbollur í síðustu viku sem vöktu áhuga hennar á færeyskri matargerð. Hún er að ýmsu leyti lík þeirri íslensku en líka að ýmsu leyti ólík.
Tónlist í þættinum
Óskaland / Moses Hightower (Moses Hightower, texti Andri Ólafsson og Steingrímur Karl Teague)
Budapest / George Ezra (Joel Pott & George Ezra Barnett)
Texas Hold'em / Beyoncé (Atia "Ink" Boggs, Beyoncé, Brian Bates, Elizabeth Lowell Boland, Megan Bülow, Nate Ferraro & Raphael Saadiq)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON