Listen

Description

Cell 7 – Ragna Kjartansdóttir var að senda frá sér þriðju og persónulegustu plötuna sína. Þar syngur hún og rappar um ástina og lífið – sambandsslit og að að finna ástina upp á nýtt sem fullorðin manneskja. Cell 7 er gestur Rokklands.

Svo förum við aðeins yfir 3 af lögunum sem verða flutt á Rokklands afmælistónleikunum í Hofi Á Akureyri 1. nóvember nk. Eitt eftir Joni Mitchell, eitt eftir Bubba – skoðum aðeins söguna á bakvið lögin auk þess sem útsetjarar laganna segja aðeins frá, þau Þórður Magnússon sem útsetti Bubba lagið og Sóley Björk Einarsdóttir sem útsetti Joni. þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsetti Led Zeppelin meistaraverkið Stairway to Heaven og hann segir frá auk þess sem við skoðum sögu lagsins.

Við heyrum líka í hljómsveitinni Oyama í std. 12