Listen

Description

Sykurmolar tengja Rokkland vikunnar saman!

Ein af plötum síðasta árs er platan hans Kaktusar Einarsson – Lobster Coda. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum plata ársins - Kaktus er sonur Einars Arnar Sykurmola.

Rokkland hitti Kaktus á Eurosonic Festival í Hollandi fyrr á árinu og átti við hann gott spjall sem við heyrum í seinni hluta þáttarins í dag og tónlistin af Lobster Coda er í forgrunni.

En í fyrri hlutanum er það strórstjarnan Rosalía frá Spáni og nýja platan hennar LUX sem er mikið masterpís. Sykurmolinn Björk er ekki bara ein helsta fyrirmynd Rosaíu heldur líka gestur á plötunni. Og Daníel Bjarnason er í stóru hlutverki á þessari mögnuðu plötu, hann stjórnaði London symphony Orchestra á plötunni og hann er gestur Rokklands í dag.