Rokkland er 30 ára í ár og af því tilefni erum við að endurflytja nokkra vel valda gamla þætti á Rokklands-tímanum í sumar.
Rokkland dagsins er endurflutt frá 8. júní 2008 og þetta er Bítlaþáttur. Í helstu hluverkum eru Paul Mccartney, Liverpool, Hljómar frá Keflavík, og 100 Íslendingar sem smelltu sér í bítla-pílagrímsferð til Bítla-borgarinnar undir dyggri fararstjórn Jakobs Frímanns Magnússonar Stuðmanns, þáverandi miðborgarstjóra Reykjavíkur og formanns FTT sem stóð fyrir ferðinni.