Listen

Description

PS & CO er í aðalhlutverki í Rokklandi í dag. Þar er aðal maðurinn Pjetur Stefánsson myndlistarmaður og rokkskáld. Hann kemur í heimsókn í seinni hluta þáttarins og við spjöllum um nýju plötuna, Í Brennandi húsi, lífið og listina.

Helgi Pjetur heitir maður sem var að senda frá sér sitt fyrsta lag og hann kallar sig HELGAR.
Hann hefur komið nálægt músík á ýmsa vegu í langan tíma, en ekki sem flytjandi og höfundur fyrr en núna. Helgi Pjetur tók þátt í stofnun tonlist.is uppúr aldamótum og síðar stofnaði hann plötuútgáfuna Cod Music sem gaf mörgum ungum íslenskum listamönnum byr undir báða vængi. Eftir það fór hann í tæknigeirann og stofnaði ýmsi sprotafyrirtæki, en nú er það músíkin – Helgar.

Þorleifur Gaukur Davíðsson er fimmti maðurinn í Kaleo – hefur verið að túra með þeim og taka upp í nokkur ár. Hann er staddur í kaliforníu og við heyrum aðeins í honum og kynumst tónlistarvinum hans sem eru að koma með honum til landsins í byrjum júní og saman ætla þau að spila í Fríkirkjunni, Midgard Basecamp á Hvolsvelli og á Vagninum á Flateyri.