Í Rokklandi vikunnar heyrum við söguna á bakvið eitt af lögunum sem verða flutt á 30 ára afmæli Rokklands í Hofi á Akureyri 1. Nóvember – þar sem SinfoníaNord – todmobile bandið og fjöldi frábærra söngvara flytja haug af frábærum lögum, lagið The Trooper eftir Iron Maiden.
ABBA kemur við sögu en Rokkland var í London um síðustu helgi á ABBA Voyage í ABBA Arena og var hann Ray sem er búinn að fara 24 sinnum á ABBA Voyage, en Ray er búinn að vera aðdáandi síðan hann var 13 ára, í næstum hálfa öld. Hann sá ABBA á sviði í gamladaga og hitti hljómsveitina þegar hún kom til Englands.
En Robert Plant söngvari Led Zeppelin er í aðahlutverki í Rokklandi vikunnar. Hann er orðinn 77 ára og var að senda frá sér plötuna Saving Grace. Við förum yfir árin 40+ sem hafa liðið eftir að Led Zeppelin lagði upp laupana.