Steinar Berg Ísleifsson hlaut á dögunum heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir ævistarf sitt.
Steinar var áratugum saman einn mikilvægasti maðurinn í tónlistarlífinu á Íslandi.
Hann gaf út fyrstu plötu Stuðmanna- Sumar á Sýrlandi. Hann fór með Mezzoforte til Englands. Hann gaf út fyrstu 10 plötur Bubba Morthens og svo Nýdönsk, Todmobile, Sálina hans Jóns Míns, Jet Black Joe og fleira og fleira.
Hann rak plötubúðir og flutti inn erlendar plötur, var í fararbroddi í íslensku tónlistraútrásinni og tónlistarhátíðahaldi á Íslandi. Hann er fylginn sér og hefur oft séð möguleika þegar aðrir sáu ekki. Síðustu 20 árin hefur Steinar einbeitt sér að ferðaþjónustu í Fossatúni í Borgarfirði – og hann hefur líka skrifað bækur og lög. Steinar Berg er er þúsundþjalasmiður. Hann var gestur Rokklands fyrir viku og í dag er framhald - seinni hlutinn.