Rokkland er 30 ára í ár – og af Því tilefni eru afmælistónleikar í HOFI 1. Nóvember.
En við erum líka að endurflytja vel valda þætti í sumar – af þessum 1379 sem eru búnir – og þátturinn í dag er frá 14. september 2014 og í aðalhlutverki er hljómsveitin U2 og platan Songs of innocence sem kom út þarna í septmeber 2014 með miklum látum í tengslum við kynningu Iphone 6 á blaðamannafundi í Cupertino í Kaliforníu. Þetta er platan sem Apple gaf öllum notendum I-tunes - og það voru ekki allir hrifnir af því.