Gott að eldast er aðgerðaráætlun stjórnvalda um að auka samstarf varðandi málefni eldra fólks. En er gott að eldast á Íslandi og hvað er hægt að gera til þess að lifa betra lífi á efri árum? Við fáum til okkar Þórunni Huldu Sveinbjörnsdóttur, fyrrverandi formann Landssambands félags eldri borgara, til þess að ræða þessi mál og fleiri.
Og svo fáum við til okkar Sigurð Jóhannesson, hagfræðing og forstöðumann Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, til að ræða um loftslagssamkomulög og hvaða máli þau skipta, sérstaklega í ljósi þess að sumir vilja ekki vera með.
Að lokum fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins.