Listen

Description

Samfélagið heilsar frá Sauðfjársetrinu á Ströndum, rétt hjá Hólmavík, þar sem Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Vestfjörðum halda fund um öryggi Vestfjarða. Hér er saman komnir fjölmargir Vestfirðingar úr hinum og þessum kimum samfélagsins til að ræða helstu ógnir sem stafa að Vestfirðingum og hvernig hægt er að takast á við þær. Við fjöllum um fundinn og heyrum hvernig hægt verður að gera Vestfirði öruggari.

Og síðan heyrum við í Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdarstjóra þjónustusviðs hjá Vegagerðinni, sem við hittum á málþingi um ofanflóð sem haldið var á Ísafirði við byrjun viku.

Að lokum fáum við til okkar Eddu Olgudóttur, vísindamiðlara Samfélagsins í Vísindaspjall.

Tónlist úr þættinum:
KK - Bein Leið.
THE BEATLES - Good Day Sunshine.