Fyrir rúmu ári ákvað heilbrigðisráðherra að ráðast í heildarendurskoðun á áfengis- og vímuefnastefnu íslenskra stjórnvalda. Hluti af þeirri vinnu var að skipa starfshóp sem átti að semja tillögur að skaðaminnkunarstefnu, þeirri fyrstu sem skrifuð hafði verið á Íslandi. Og í lok síðustu viku skilaði hópurinn umfangsmikilli lokaskýrslu sem inniheldur meðal annars greiningu á stöðu skaðaminnkunar á Íslandi og tillögur að skaðaminnkunarstefnu. Í dag fáum við til okkar Helgu Sif Friðjónsdóttur, formann starfshópsins, og köfum með henni ofan í skýrsluna.
Hvernig held ég jólastjörnunni minni fallegri alla aðventuna og yfir jólin? Er minni lykt af jólaeplum í dag heldur en fyrir nokkrum áratugum? Þetta ætla garðyrkjufræðingar hjá Grasagarðinum í Reykjavík að fara yfir í sérstöku fræðsluerindi í blómum prýddum garðskála garðsins á morgun kl. 17. Við fáum til okkar einn þeirra, Svavar Skúla Jónsson og ræðum tengsl plöntuheimsins við jólin, vinsælar jólaplöntur og fleira.
Og í lok þáttar kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV í heimsókn með rafmagnaða upptöku úr safni RÚV.
Tónlist og stef:
GP, Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Tegund.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
Sigurður Guðmundsson - Orðin mín
Borges, Lô, Nascimento, Milton - Cravo e canela.