Listen

Description

Af hverju er fólk á flótta og hvernig erum við sem samfélag að taka á móti fjölskyldum á flótta? Nína Helgadóttir, teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá Rauða krossinum, ætlar að segja okkur frá aðstæðum flóttafólks, stöðuna í málefnum þeirra á Íslandi og hvernig er best að búa um þennan viðkvæma málaflokk til framtíðar.

Í reglulegum pistli sínum ætlar Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, að spila fyrir okkur viðtalsbút við Sigfús Elíasson. Sigfús fæddist í Selárdal og opnaði síðar Dulminjasafn. Viðtalið við Sigfús er frá árinu 1957 og við fáum að heyra það á eftir.

Í kapphlaupum er yfirleitt rásmark og endamark. Gervigreindarkapphlaupið er þess eðlis að enginn getur spáð fyrir um hvar það endar. Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarsérfræðingur, kemur til okkar í lok þáttar og ræðir um kapphlaupið um að þróa vélar sem eru jafn greindar eða ennþá greindari en mannkynið.

Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

Tónlist þáttarins:
Bubbi Morthens - Velkomin
Sting - All this time
Mannakorn - Á meðan sumar framhjá fer