Listen

Description

Íslensk ættleiðing er eina ættleiðingarfélagið á Íslandi sem hefur löggildingu frá Dómsmálaráðuneytinu til þess að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Við ætlum að ræða við formann félagsins, Ástu Sól Kristjánsdóttur, um ættleiðingar til Íslands og helstu störf félagsins en margir ættleiddir leita til þess í leit að uppruna sínum.

Og við höldum áfram að flytja umfjallanir nemenda í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Við byrjuðum í gær og fáum þrjú innslög í þætti dagsins:

Ísabella Sól Ingvarsdóttir fjallar um hlaup og hvort 100 kílómetrar séu nýja maraþonið.

Kári Snorrason ræðir við Sigga Storm um íslenska sumarið.

Malín Eyfjörð fjallar um fyrirbærið kreppupopp og hvað popptónlist getur sagt okkur um efnahagsástandið.