Í dag byrjum við þáttinn á umfjöllun um vímuefnaröskun, sem er einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn sem við glímum við – samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Röskunin er þó meðhöndlanleg og við eigum meðferðir sem virka – en röskunin einkennist ekki síst af bakföllum og hindranirnar sem blasa við þeim sem sækja sér meðferð eru margar.
Erla Björg Sigurðardóttir, lektor í félagsráðgjöf og framkvæmdastýra á áfangaheimili fyrir konur, Helena Gísladóttir, dagskrárstjóri meðferðar Krýsuvíkursamtakanna og MA-nemi í félagsráðgjöf og Sara Karlsdóttir löggiltur áfengis og vímuefnaráðgjafi og dagskrárstjóri meðferðar hjá Hlaðgerðarkoti setjast hjá okkur og ræða um félagslega stöðu einstaklinga í langtíma meðferð vegna vímuefnaröskunar.
Hvað á að gera við rafhlöðuna úr rafmagnsbílnum þegar hann er hættur að ganga? Rúnar Unnþórsson, prófessor í iðnaðar- og vélaverkfræði við Háskóla Íslands, leitar nú svara við því en búast má við að innan fárra ára hafi fallið til mikið af slíkum rafhlöðum sem vel gætu átt gott og farsælt framhaldslíf.
Og í lok þáttar ætlar Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, að kíkja við og deila með okkur gullmola úr safni Ríkisútvarpsins.
Tónlist úr þættinum:
Bridgers, Phoebe - Motion sickness.
Fleet Foxes - Battery Kinzie.
Stuðmenn - Vorið.