Þau Hallgrímur og Rán segja með gleði frá samstarfi sínu í tengslum við bókina Koma jól? Hér er á ferð jólaljóðabók þar sem listamennirnir kveðast á við fræga bók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma. Hallgrímur les nokkur ljóð og inn í spjallið blandaðist rabb um jólahefðir.