Listen

Description

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri var í hópi þeirra forstjóra ríkisstofnana sem fengu dreifibréf frá fjármálaráðuneytinu í ágúst á síðasta ári þar sem stofnanir ríkisins voru beðnar um að forðast alla gerviverktöku; hún væri ólögmæt. Eini starfsmaður Intru ráðgjafar, sem ríkislögreglustjóri var í tugmilljóna viðskiptum við og nánast eini verkkaupi, var með tölvu og netfang hjá embættinu og aðgang að innra neti þess.

Ráðherrar hafa kynnt fyrsta hluta aðgerða í húsnæðismálum. Von á öðrum pakka í byrjun næsta árs sem er ætlað er að lækka fasteignaverð og fjölga íbúðum. Rætt við Höllu Gunnarsdóttur formann VR og Ragnar Þór Ingólfsson Flokki fólksins sem leiddi þingmannanefnd um húsnæðismál.