250 manns sóttu ráðstefnu í Norðurþingi og heyrðu af áformum um sókn í atvinnumálum og tækifærum til uppbyggingar á Bakka, ráðstefnan var haldin í skugga þess að þrír mánuðir eru síðan næststærsta vinnustaðnum í sveitarfélaginu, kísilveri PCC á Bakka, var lokað.
Stefán Ólafsson, prófessor emeritus og sérfræðingur hjá Eflingu segir óeðlilega háa vextir bankanna, miklu frekar en krónan eða verðtryggingu, leiða til þess að fjármagnskostnaður er allt of stór hluti af rekstrarkostnaði íslenskra heimila og fyrirtækja. Þetta sé áfellisdómur yfir íslensku bönkunum, sem liggi eins og blóðsugur á heimilum og fyrirtækjum landsins.