Listen

Description

Við erum með hugann við dagdrauma og dulspeki í þætti dagsins og rifjum upp viðtal Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar, við unga íslenska stúlku sem er í þann mund að flytja til Parísar til að hefja nám í dulvísindum við Sorbonne háskóla. Við heyrum líka af dulspekilegum og trúarlegum vísunum og táknmyndum í verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarval, og hittum fyrir sýningarstjóra Draumalands á Kjarvalsstöðum, Eddu Halldórsdóttur.
Óskar Örn Arnórsson, arkítekt og doktor í arkitektúr, flytur okkur svo þriðja pistilinn í pistlaröðinni Arkitektúr og... og veltir að þessu sinni fyrir sér arkitektúr og kynþætti.