Listen

Description

Um helgina opnaði nýtt innsetningarverk Höllu Steinunnar Stefánsdóttur, Af dularfullum röddum skelja, í Náttúrusafni Kópavogs. Tilefnið er að margrómað skeljasafn Jóns Bogasonar er þar nú aftur til sýnis. Við hlustum eftir röddum skelja í Víðsjá dagsins og heyrum líka þrettánda pistil Óskars Arnórssonar um arkitektúr, sem tileinkar þennan síðasta pistil sinn arkitektúr og fegurðinni. En við byrjum á bókmenntum því fyrir viku síðan hreppti Skáldsagan Flesh eftir bresk-ungverska höfundinn David Szalay Booker verðlaunin 2025. Árni Matthíasson segir okkur aðeins af höfundinum og bókinni, en auk þess rýnir Gauti Kristmannsson í nýútkomna skáldsögu Dags Hjartarsonar, Frumbyrjur.