Listen

Description

Annað kvöld verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt leikverk eftir ungan íslenskan höfund, Þetta er gjöf eftir Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttur. Kolbrún er margverðlaunað leikskáld og leikstjóri sem hefur síðastliðinn áratug starfað að mestu á Bretlandseyjum.Verkið er tilbrigði við goðsöguna af Mídasi, sem hlaut þann eiginleika að allt sem hann snerti breyttist í gull, en það er Katla Þórudóttir Njálsdóttir sem leikur. Við fáum leikhöfundinn og leikstjórann Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttur í þátt dagsins.
Ragna Sigurðardóttir verður einnig með okkur í dag en að þessu sinni fjallar hún um þrjár nýjar sýningar, sem allar fjalla á einhvern hátt um líkamsmynd kvenna og mannslíkamann.
Og við ræðum við Margréti Bóasdóttur, formann Landssambands blandaðra kóra um komu breska kórsins Voces8 til landsins og tónleikana sem hann heldur í samstarfi við fjóra íslenska kóra.