Listen

Description

Jón Baldur Hlíðberg teiknari hefur alla tíð verið hugfanginn af fuglum. Hann fékk sinn fyrsta kíki átta ára gamall og byrjaði um svipað leyti að færa náttúruna á blað. Það tók hann samt langan tíma að átta sig á því að teikningu gæti hann lagt fyrir sig. Hann sótti námskeið við Myndlistaskólann í Reykjavík og við Myndlista- og handíðaskólann en fann svo sína tækni sjálfur og hefur verið að þróa hana síðan.
Í dag er Jón Baldur okkar fremsti náttúrulífsteiknari og eftir hann liggja bækur um fugla, hvali, fiska, spendýr, kynjaverur og flóru Íslands, verk sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018. Jón Baldur segist hafa grátið eins og barn þegar hann fékk bókina fyrst í hendur en hún var mörg ár í vinnslu.
Í dag kallar hann sig fagmann en roðnar ef hann er kallaður listamaður. Meira um það í Víðsjá dagsins, en einnig leit að grasi í Pétursey, áhrif gervigreindar, innsæi, kulnun, tískusveiflur, þrautseigja og þolinmæði.