Listen

Description

Í dag er Jónsmessa og er Víðsjá tileinkuð henni og sömuleiðis bændum. Lengi vel var útvarpað sérstökum Jónsmessuþætti bænda enda var ákveðið á Búnaðarþingi árið 1959 að Jónsmessa yrði gerð að hátíðardegi bænda. Siðurinn var lagður af rúmum tveimur áratugum síðar en í safni RÚV eru fjölmargir Jónsmessuþættir bænda frá 7. og 8. áratug síðustu aldar. Að gefnu tilefni fögnum við Jónsmessunni með bændum fortíðar og nútíðar. Heyrum brot úr viðtölum eldri þátta, heyrum í ungum bónda á Reyðarfirði og rifjum upp dulrænar hefðir Jónsmessunætur með þjóðháttafræðingum.