Þáttur dagsins er að mestu tileinkaður tveimur nýafstöðnum hátíðum sem marka upphaf sumars; Reykjavík Fringe Festival og Skjaldborgarhátíðinni. Svo mætir í hljóðstofu eitt höfuðskáld bókmenntasenunnar, Steinunn Sigurðardóttir, og rifjar upp tilurð Skálds sögu, í tilefni af viðburði Forlagsins á Fiskislóð á fimmtudag. Leiksýningin Skot, eftir Júlíu Gunnarsdóttur var sýnd í tvígang á Reykjavík Fringe Festival. Trausti Ólafsson, leikhúsrýnir, fór á sýninguna og segir okkur af sinni upplifun. Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda var haldin í átjánda sinn um helgina. Dómnefndarverðlaun Skjaldborgar hlaut myndin Paradís amatörsins eftir Janus Braga Jakobsson og við rifjum upp viðtal við Janus í upphafi þáttar.