Listen

Description

Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari er gestur í Svipmynd Víðsjár í dag.
Eftir menntaskóla flutti Steinunn til Englands þar sem hún nam myndlist og kynntist leirnum, sem leiddi hana yfir í þrívíddina. Frá Englandi hélt hún til Ítalíu þar sem hún sökkti sér í klassíkina auk þess að læra að elda hið fullkomna spagettí Bolognese.
Steinunn hélt sína fyrstu einkasýningu hér á landi 1976, þar sem óræðar verur, sviðsetning og þungir málmar settu tóninn fyrir það sem koma skyldi. Síðan þá hafa mannverur hennar tekið á sig sjálfstætt form og ferðast í ólíkum efnum um gallerí, söfn og almenningsrými. Á löngum ferli hefur Steinunn gefið sig alla að listinni og sýnt víða. Hún vinnur með galleríum í London, Kaupmannahöfn, Toronto og Kaliforníu en opnaði sína fyrstu sýningu hér á landi í tíu ár um liðna helgi í Gallerí Þulu og samhliða gefur Kind út bók um ferilinn.