Listen

Description

Svipmynd Víðsjár er af bókinni Götuhorni; Skáldtextar innblásnir af íslenskri myndlist, sem var gefin var út af Listasafni Íslands og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Á blaðsíðum birta 15 rithöfundar texta sem þeir skrifa út frá listaverkum í safneign Listasafns Íslands. Textarnir eru í mörgum mismunandi stílum og túlka, prjóna við, líkja eftir og/eða greina listaverkin. Götuhorn er því skemmtilegt bland í poka af listaverkum og textum sem fara sínar eigin leiðir í samskiptum við verkin. Í svipmyndinni heyrum við frá fjórum rithöfundum sem skrifuðu í bókina, þeim Maríu Elísabetu Bragadóttur, Karólínu Rós Ólafsdóttur, Jóni Kalmani Stefánssyni og Margréti Bjarnadóttur.