Listen

Description

Við hugum að rússneska rithöfundinum Leo Tolstoj en bók hans Anna Karenína kom út árið 1878 og hefur svo að segja verið í deiglunni allar götur síðan. Þessi heimsbókmennt verður til umræðu hjá okkur í sjomlahorni dagsins. Rebekka Þráinsdóttir kemur við í hljóðstofu og greinir frá verkinu.

Þorvarður Árnason heimsækir þáttinn einnig. Hann er líffræðingur, ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður og umhverfishugvísindamaður sem hefur undanfarna áratugi kannað samband manns og náttúru frá ýmsum sjónarhornum. Hann er meðal listamanna á samsýningunni Jöklablámi, sem opnaði í Verksmiðjunni á Hjalteyri nýverið og í vor kom út eftir hann bókin Víðerni, þar sem hann veltir fyrir sér hinu villta í náttúru Íslands og gerir íslenskum víðernum skil á þverfaglegan hátt.