Þeir Maggi, Tryggvi Páll og Halldór Marteins og Björn Friðgeir settust niður og tóku upp 27. podkast Rauðu djöflanna.
Spjallað var um spilamennsku liðsins undanfarið sem hefur verið kaflaskipt. Tekinn var snúningur á þriggja leikja taphrinu liðsins og svo sigrinum gegn Leiceister um helgina. Þá var framtíð Rooney, Mata og Blind krufin til mergjar ásamt ýmsu öðru.