Dóra Svavarsdóttir er formaður Slow Food Iceland einnig er hún menntaður landvörður og matreiðslumeistari svo er hún líka kennari í Hótel og Matvælaskóla Kópavogs.
Dóra hefur rekið sinn eigin veitinarstað og veisluþjónustu culina og heldur reglulega matreiðslunámskeið fyrir hópa og einstaklinga, í samstarfi við fagfélög, stéttarfélög, Vakanda, Landvernd og Kvennfélagasamband Íslands. „Eldað úr öllu“ er markmið til að minnka matarsóun, og hefur hún farið fyrir Íslands hönd á Terra Madre á vegum Slow Food Iceland samtakana.