Listen

Description

Jóhann Gunnar Arnarson sem kemur frá Akureyri er viðmælandi Matmanna. Í þessum þætti er farið yfir, hvað í ósköpunum butler gerir? Hann Jóhann útskrifaðist úr brytaskólanum „The International Butler Academy“ í Hollandi, sem sér hirðum konungsfjölskyldna í Hollandi, Jórdaníu og Sádi-Arabíu fyrir butler, ásamt því að reka öfluga ráðningarþjónustu.„Skólinn er rekinn í suðurhluta Hollands, rétt hjá Maastricht, en hann er þar í gömlu munkaklaustri, sem er aðeins 7.500 fermetrar að stærð, en þar er jafnframt heimili eigandans. Þessi áhugaverði maður er einnig fyrrum danskennari, og dómari í vinsælu sjónvarps þáttunum Allir Geta Dansað. Ferillinn hjá viðmælanda matmanna er skemmtilegur að því leitinu til, að hann vann á Bessastöðum sem ráðsmaður og staðarhaldari á tíma Ólafs forseta og leysti einnig töluvert af þegar Guðni var við völd.  Vann hann einnig sem briti hjá landhelgisgæslunni, en í dag rekur hann og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir veiðihús við Selá í Vopnafirði og einnig veiðihúsið við Hofsá. Þessi þáttur er mjög áhugaverður að því leitinu til, að þarna skignumst við inn í líf og störf butler og hvað felst í því.