Listen

Description

Með því að gefa barni sínu tíma og byggja upp góða sjálfsmynd og traust innan fjölskyldunnar geta foreldrar dregið verulega úr líkum þess að barnið ánetjist vímuefnum þegar það kemst á unglingsár. Vímuefnaneysla unglinga getur raskað uppvaxtarferli þeirra og ógnað velferð þeirra og framtíð. Eftir því sem unglingar byrja fyrr að neyta vímuefna aukast líkurnar á að þeir ánetjist þeim, hætti í skóla, einangrist félagslega, fái sjúkdóma, lendi í slysum og verði fyrir óæskilegri kynlífsreynslu. Börn og unglingar eiga rétt á vímulausu umhverfi.