Velkomin/nn í Æðruleysið
Í þáttunum fjallar hún Þórdís Jóna markþjálfi um hin ýmsu málefni og bendir á leiðir til bætts lífs.
Í þessum öðrum þætti fær hún til sín góðan gest og mikla fyrirmynd hana Ástu Guðrúnu Guðbrandsdóttur markþjálfa. Í spjalli þeirra fara þær yfir víðan völl í málefnum sem snýr að markþjálfun og þeirra ástríðu sem þær deila varðandi fjölskylduna og að þekkja sjálfan sig.
Markmið okkar með þáttunum er að halda á lofti því að við erum öll mannleg, gerum mistök, lærum og vöxum eins lengi og við höfum aldur til.
Leiðarljós þáttarins eru : Styrkur - Fræðsla – Skemmtun
þáttastjórnandi : Þórdís Jóna Jakobsdóttir