Verið velkomin/nn í þáttinn "Við erum einstök"
Í þessum þáttum okkar segir hún Ingibjörg Þengilsdóttir ráðgjafi okkur sögur sínar í stöðugri leit að sjálfri sér í gegnum lífið.
„Í þessum áttunda þætti fjallar hún um sannleikann , já sannleikann sinn , en hvað er sannleikur ? Sannleikurinn er tvennt í senn: Annarsvegar sá hversdagslegi eiginleiki þess sem við höldum fram, trúum og förum eftir og hinsvegar óræður og næstum því yfirnáttúrlegur hlutur: samsvörun þess sem sagt er við það sem er í raun og veru og alveg óháð því sem sagt er.
En eins og málshátturinn segir við okkur „Sannleikurinn er sagna bestur“.
þáttastjórnandi : Ingibjörg R. Þengilsdóttir