Það var mikið að fyrsti þáttur eftir páska varð að veruleika. Kófið heldur áfram að stríða landanum en það er engin afsökun fyrir því að láta Bruggvarpið sitja á hakanum. Að þessu sinni hittust strákarnir á laugardagskvöldi, aldrei þessu vant, og fóru yfir stöðuna.
Ýmislegt rætt, eins og þegar Costco bauð í listun fyrir Stellu í ÁTVR og hvernig leysa má sóttvarnarhótelsvandann. Gerð er fagleg úttekt á viðrunarvanda sóttvarna og lauslega rennt yfir tengingar Belga við Skota. Sumsé, algjört blaður.
Smakkað er:
Stella Artois
Houblon Chouffe
Frýs í æðum Bjór IPA frá Ölvisholti
Takk frá OG Natura
Upp á topp og niður Pale Ale frá RVK-Brewing