Listen

Description

Árni Bragason landgræðslustjóri er viðmælandi í fimmta hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Í viðtalinu ræðir Árni m.a. um það hvers vegna Ísland er eitt vistfræðilega verst farna land Evrópu. Þá talar Árni um loftslagsmarkmiðin og jarðvegseyðinguna sem er alvarlegasta ógnin sem blasir við mannkyni, en uppskerutap vegna hennar er gríðarlegt. Hlutverk sveitarfélaga kemur til umræðu og breytt landnotkun. Í framhaldi af því fjallar Árni um friðun lands og þátt landeigenda/bænda. „Við eigum bara eina jörð og ef við umgöngumst hana ekki með sjálfbærum hætti fer illa. Það er enginn sem getur leyft sér að vera „stikkfrí“ í þessu máli,“ segir Árni meðal annars.

Spyrill í þættinum er Áskell Þórisson.