Listen

Description

Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr fer yfir víðan völl að venju. Í löngum og yfirgripsmiklum þætti gefst lítið ráðrúm til þess að ræða efnistök og auglýsingar Bændablaðsins. Jóni liggur ýmislegt annað á hjarta. Hann minnist vinar síns Ragga Bjarna, leggur til breytingar á þjóðsöng Íslendinga og segir frá því að hann sé byrjaður að borða kjöt á nýjan leik.

Örlögin höguðu því þannig að í stað þess að nema skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, sem Jón var búinn að sækja um, mun kaupfélagsstjórinn stúdera handritagerð og sviðslistir í Listaháskólanum næsta haust.