Listen

Description

Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr er mættur í fjósagalla og gatslitinni lopapeysu í hljóðver Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins. Hann er á persónulegu nótunum og ljóstrar meðal annars upp fyrir hlustendum kenningu móður sinnar um það hver væri fyrirmyndin að Georgi Bjarnfreðarsyni. Jón ræðir um fæðuöryggi og íslenskt mál eins og í fyrri þáttum og hringir í landsfrægan Hilux-eiganda sem er með grátstafinn í kverkunum yfir því að þurfa að selja þennan vin sinn og dygga þjón.